Hellnar
Hellnar

Hellnar er gamalt sjávarþorp eða þéttbýli á Snæfellsnesi vestan við Arnarstapa. Þar var áður ein stærsta verstöð á Snæfellsnesi en einnig nokkur grasbýli og margar þurrabúðir. Á Hellnum hefur sennilega myndast verstöð þegar á miðöldum og er elsta ritaða heimild um sjósókn þaðan frá árinu 1560. Á 17. öld var þar allstórt hverfi sæbýla og í manntalinu frá 1703 voru 194 manns heimilisfastir á Hellnum og voru þar sjö grasbýli, 11 ítaksbýli og 20 þurrabúðir.

Á ströndinni eru fallegar bergmyndanir og þar er bjarg sem skagar fram í sjóinn og heitir Valasnös. Þar í er hellirinn Baðstofa og eru litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Undan hraunjaðrinum sprettur lind sem kölluð er Gvendarbrunnur eða Maríulind. Þar er og Ásgrímssbrunnur, kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829) er hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður runnið vatn.

Hellnar er stutt frá Snæfellsjökulsþjóðgarði og þar er upplýsingastofa um þjóðgarðinn. Á Hellnum er í byggingu þorp með frístundahúsum sem nefnist Plássið undir Jökli en byggingarframkvæmdir við það hafa legið niðri um hríð.

Nálægir staðir

Baðstofa

Heimildir

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.