Kopar Sink Gallín
  Kadmín  
Efnatákn Zn
Sætistala 30
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 7140,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 65,409 g/mól
Bræðslumark 692,68 K
Suðumark 1180,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Sink (úr þýsku, zinke, „hvasst, skörðótt“) er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu. Það er fyrsta frumefnið í flokki 12. Efnafræðilega svipar því til magnesíns af því að jón þess er af svipaðri stærð og eina algenga oxunartala þess er +2. Sink er 24. algengasta frumefnið í jarðskorpunni og á sér fimm stöðugar samsætur. Sink er mest unnið úr málmgrýtinu sinkblendi sem er sinksúlfíð. Stærstu námurnar eru í Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum. Það er unnið með fleytingu, brennslu og úrvinnslu með raflausnarmálmvinnslu.

Almennir eiginleikar

Sink er nokkuð hvarfgjarn málmur sem binst við súrefni og aðra málmleysingja og verkar á daufar sýrur með því að losa um vetni. Eina algenga oxunarstig sinks er +2.

Notkun

Sink er fjórði algengasti málmurinn í notkun í dag, á eftir járni, áli og kopar í magni tonna framleiddum ár hvert.