Alnus nepalensis
Alnus nepalensis í Panchkhal dal í Nepal
Alnus nepalensis í Panchkhal dal í Nepal
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Elri (Alnus)
Undirættkvísl: Alnus
Tegund:
A. nepalensis

Tvínefni
Alnus nepalensis
D.Don[1]
Samheiti

Clethropsis nepalensis (D.Don) Spach
Betula leptostachya Wall.
Betula leptophylla Regel

Grein af Alnus nepalensis

Alnus nepalensis er elritegund frá heittempruðum svæðum á hálendi Himalajafjalla. Tréið er kallað Utis á nepölsku. Það er notað til að endurheimta landgæði, sem eldiviður og til kolagerðar. Þetta er ríkistré Indverska ríkisins Nagaland.

Lýsing

A. nepalensis er stórt lauffellandi elri með silfurgráum berki sem nær að 30 m hæð og 60 sm að bolþykkt. Blöðin eru stakstæð, heil, grunntennt, með áberandi æðum samsíða, 7–16 sm löng og 5–10 sm breið. Blómin eru í reklum, karl og kvenblóm aðskilin en á sama tré. Karlreklarnir eru 10 til 25 sm langir og hangandi, en kvenblómin eru upprétt, 1 til 2 sm löng, með allt að 8 saman í "axillary racemes".[2] Óvenjuleg fyrir elri þá koma blómin að hausti, með fræþroska árið eftir.

Útbreiðsla

Hann vex í Himalajafjöllum í 500–3000 m hæð, frá Pakistan um Nepal og Bhutan til Yunnan í suðvestur Kína. Hann þolir mjög breytilegan jarðveg og vex mjög vel í mjög blautum svæðum. Hann þarfnast mikils raka og kýs helst að vera við ár, en vex einnig í hlíðum.[3]

Nytjar

Hann vex hratt og er stundum plantað sem rofvörn á fjallshlíðum og til endurhemtar landgæða í skiftirækt. Hann er með svepprótarhnýði sem binda nitur úr andrúmslofti. Timbrið er meðalhart. Það er stundum notað til að gera kassa og aðra létta smíði, en aðallega í eldivið, þar sem hann brennur hratt en jafnt, og í kolagerð. Eins og er er þessi tegund helst valin af mismunandi innfæddum þjóðarbrotum svo sem H'mong, Nung og Thu Lao í Simacai héraði (Lao Cai province, Norður Víetnam) til að endurheimta og auðga skóga með innfæddri þekkingu (SPERI, CENDI) [2]

Tilvísanir

  1. D.Don, 1825 In: Prodr. Fl. Nepal. : 58
  2. 2,0 2,1 Dorthe Jøker. Alnus nepalensis D. Don“ (PDF). Seed leaflet. Copenhagen University. Sótt 8. ágúst 2015.
  3. Firewood Crops: Shrub and Tree Species for Energy Production. National Academies. 1980. bls. 78. NAP:14438.

Ytri tenglar


 
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
Alnus nepalensis
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.