Criminal Minds
TegundLögreglurannsóknir, Drama, Bandaríska Alríkislögreglan, Atferlisgreiningar
ÞróunJeff Davis
LeikararThomas Gibson
Shemar Moore
Matthew Gray Gubler
A.J. Cook
Kirsten Vangsness
Paget Brewster
Joe Mantegna
Mandy Patinkin
Lola Glaudini
Rachel Nichols
Jeanne Tripplehorn
Jennifer Love Hewitt
Aisha Tyler
Adam Rodriguez
Damon Gupton
Daniel Henney
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða16
Fjöldi þátta334
Framleiðsla
StaðsetningQuantico, Virginía
Lengd þáttar45 mín
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðCBS
Myndframsetning480i (SDTV)
1081i (HDTV)
Sýnt22. september 2005- –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Criminal Minds (ísl. Glæpahneigð) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um lið alríkisfulltrúa sem tilheyra Atferlisgreiningardeild (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Quantico, Virginíu. Höfundurinn að þættinum er Jeff Davis.

Fyrsti þátturinn var sýndur 22. september 2005 og síðan þá hafa tólf þáttaraðir verið sýndar.

Þann 7. apríl, 2017, tilkynnti CBS að Criminal Minds hafði verið endurnýjaður fyrir þrettándu þáttaröðinni, sem var frumsýnd 27. september 2017.[1]

Framleiðsla

Tökustaðir

Helstu tökustaðir Glæpahneigðar eru í Kaliforníu þar á meðal Altadena, Glendale, Long Beach og Santa Clarita. Þátturinn hefur einnig verið tekinn upp í Vancouver, Kanada.[2]

Framleiðslufyrirtæki

Þátturinn er framleiddur af The Mark Gordon Company í samvinnu við CBS Television Studios (2009-til dags) og ABC Studios (2007-til dags).

Leikaraskipti

Árið 2006 yfirgaf leikkonan Lola Glaudini þáttinn eftir aðeins sex þætti í seríu 2 og í stað hennar kom leikkonan Paget Brewster sem kom fyrst fram í þætti níu. Í byrjun seríu 3 yfirgefur Mandy Patinkin þáttinn, en ástæða brotthvarfs hans var mismunandi áherslur á söguefnið.[3] Var honum skipt út fyrir leikarann Joe Mantegna.

Þann 25. júní 2010 birtust fréttir um að leikkonurnar A.J. Cook og Paget Brewster myndu yfirgefa þáttinn. A.J. Cook myndi koma fram í tveimur þáttum, á meðan Paget Brewster myndi yfirgefa þáttinn um mitt tímabilið. Þessi ákvörðun CBS kom ekki vel fyrir sjónir aðdáenda og voru undirskriftunarlistar settir af stað til að halda leikkonunum inni.[4][5]

Þann 29. september 2010 var tilkynnt að leikkonan Rachel Nichols myndi bætast í hópinn og að hún kæmi í staðinn fyrir A.J. Cook.[6]

Tilkynnt var þann 16. apríl 2011 að A.J. Cook myndi koma aftur í þáttinn eftir að hafa gert tveggja ára samning. Paget Brewster mun einnig snúa aftur þar sem ekkert varð úr nýja þættinum hennar "My Life as an Experiment". Leikkonan Rachel Nichols var ekki boðinn nýr samningur eftir enda seríu 6.[7][8]

Í tilkynningu sem Paget Brewster sendi frá sér þann 15. febrúar 2012, kemur fram að hún mundi yfirgefa Criminal Minds í þeim tilgangi að halda áfram með feril sinn í gaman sjónvarpi.[9]

Þann 14. júní 2012 tilkynnti CBS að leikkonan Jeanne Tripplehorn myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Alex Blake. [10]

Í júlí 2014, tilkynnti CBS að leikkonan Jennifer Love Hewitt myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Kate Callahan. Kemur hún í staðinn fyrir Jeanne Tripplehorn sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins tvær þáttaraðir.[11]

CBS tilkynnti í júní 2015 að leikkonan Aisha Tyler myndi leika nýjasta meðlim hópsins, Dr. Tara Lewis. Kemur hún í staðinn fyrir Jennifer Love Hewitt sem yfirgaf þáttinn eftir aðeins eina þáttaröð.[12]

Söguþráður

Glæpahneigð fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan Atferlisgreiningardeildar (AGD) Bandarísku Alríkislögreglunnar sem staðsett er í Quantico, Virginíu. Deildin sérhæfir sig atferlisgreiningum þar sem þau greina huga og atferli raðmorðingja, hryðjuverkamanna og verstu morðingja Bandaríkjanna.

Söguþráðs skipti

Glæpahneigð hafði söguþráðs skipti við Criminal Minds: Suspect Behavior í þættinum The Fight sem sýndur var 7. apríl 2010.

Persónur

Leikari Persóna Starf Aðal Auka
Thomas Gibson Aaron Hotchner Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi/Fyrrverandi yfirmaður liðsins 1–12
Shemar Moore Derek Morgan Sérstakur Alríkisfulltrúi 1-11 12
Mandy Patinkin Jason Gideon Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi 1-3
Joe Mantegna David Rossi Sérstakur Yfiralríkisfulltrúi 3–
A.J. Cook Jennifer Jareau Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi fjölmiðla tengill 1-5, 7– 6
Lola Glaudini Elle Greenaway Sérstakur Alríkisfulltrúi 1-2
Paget Brewster Emily Prentiss Sérstakur Alríkisfulltrúi/Yfirmaður liðsins 2-7, 12– 9, 11 sem gestaleikari
Matthew Gray Gubler Dr. Spencer Reid Sérstakur Alríkisfulltrúi 1–
Kirsten Vangsness Penelope Garcia Tölvusérfræðingur 2– 1
Rachel Nichols Ashley Seaver FBI nemi/Sérstakur Alríkisfulltrúi 6
Jeanne Tripplehorn Alex Blake Sérstakur Alríkisfulltrúi/Sérfræðingur í málvísindum 8-9
Jennifer Love Hewitt Kate Callahan Sérstakur Alríkisfulltrúi/Leynilegur alríkisfulltrúi 10
Aisha Tyler Dr. Tara Lewis Sérstakur Alríkisfulltrúi/Réttarsálfræðingur 11 12-
Adam Rodriguez Luke Alvez Sérstakur Alríkisfulltrúi/Meðlimur flóttamannasveitarinnar 12-
Damon Gupton Stephen Walker Sérstakur Alríkisfulltrúi 12
Daniel Henney Matt Simmons Sérstakur Alríkisfulltrúi/Fyrrverandi meðlimur alþjóðlega liðsins 13 10,12 sem gestaleikari

Aðalpersónur

Aukapersónur

Fyrrverandi persónur

Látnar persónur

Þáttaraðir

Fyrsta þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (1. þáttaröð)

Önnur þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (2. þáttaröð)

Þriðja þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (3. þáttaröð)

Fjórða þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (4. þáttaröð)

Fimmta þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (5. þáttaröð)

Sjötta þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (6. þáttaröð)

Sjöunda þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (7. þáttaröð)

Áttunda þáttaröð

Aðalgrein: Criminal Minds (8. þáttaröð)

Sjá einnig

Útgáfa

Bækur

DVD

DVD nafn Svæði 1 Svæði 2 Svæði 4
Sería 1 28. nóvember, 2006 12. febrúar, 2007 3. nóvember, 2007
Sería 2 2. október, 2007 5. maí, 2008 1. apríl, 2008
Sería 3 16. september, 2008 6. apríl, 2009 18. mars, 2009
Sería 4 8. september, 2009 1. mars, 2010 9. mars, 2010
Sería 5 7. september, 2010 28. febrúar, 2011 2. mars, 2011
Sería 6 6. september, 2011 28. nóvember, 2011 30. nóvember, 2011
Sería 7 4. september, 2012 26. nóvember, 2012 7. nóvember, 2012
Sería 8 3. september, 2013 9. desember, 2013 N/A

Verðlaun og tilnefningar

ASCAP Film and Television Music verðlaunin

BMI Film & TV verðlaunin

Emmy verðlaunin

Image verðlaunin

Motion Picture Sound Editors, USA

People´s Choice verðlaunin

Young Artist verðlaunin

Tilvísanir

  1. Grein um að Criminal Minds sé endurnýjaður á Deadline Hollywood vefsíðunni
  2. Tökustaðir Criminal Minds á IMDB síðunni
  3. „Criminal Minds, Mandy Patinkin Confirm Parting of Ways“. TVGuide. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2008. Sótt 6. júlí 2008.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. janúar 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2010. Sótt 5. nóvember 2011.
  7. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. desember 2011. Sótt 5. nóvember 2011.
  8. <[1] Geymt 12 nóvember 2011 í Wayback Machine
  9. Frétt um brotthvarf Paget Brewster úr Criminal Minds á Deadline Hollywood vefmiðlinum, 15. febrúar 2012
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2012. Sótt 29. október 2012.
  11. „Jennifer Love Hewitt joins 'Criminal Minds' as series regular“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. janúar 2015. Sótt 21. janúar 2015.
  12. Leikkonan Aisha gengur til liðs við Criminal Minds
  13. Persónan Aaron Hotchner á Criminal Minds wikiasíðunni
  14. Persónan Kate Callahan úr Criminal Minds á Criminla Minds wikisíðunni

Heimildir

Tenglar