Everestfjall
Everestfjall séð frá Kala Patthar
Everestfjall séð frá Kala Patthar
Hæð 8848,86 m. yfir sjávarmáli
Staðsetning Landamæri Nepal og Kína (Tíbet)
Fjallgarður Himalajafjöll

Everest (þekkt sem Sagarmāthā í Nepal og Chomolungma í Tíbet) er hæsta fjall jarðar, alls 8.848,86 metrar yfir sjávarmáli samkvæmt opinberum mælingum kínverska ríkisins frá október 2005. Tindur þess er í Tíbet en fjallshryggurinn neðan hans aðskilur Nepal og Tíbet, þ.e.a.s. að landamæri þeirra liggja um hrygginn.

Árið 1865, var Everest valið sitt formlega nafn á ensku af hinu Konunglega Félagi um Landafræði (the Royal Geographical Society), eftir uppástungu Andrew Waugh, sem gegndi nokkurs konar stöðu við kortlagningar innan breska stjórnarinnar á Indlandi, og valdi hann nafn forvera síns í því starfi, Sir George Everest, og var það góðtekið þrátt fyrir andmæli hans.

Meira en 4000 manns hafa klifið fjallið en yfir 200 manns hafa látist við það [1] Árið 2017 hrundi hið svokallaða Hillary þrep sem var 12 metra klettaveggur nálægt tindinum. [2]

Mikið af rusli hefur safnast upp á leiðum fjallsins en árið 2018 var til dæmis gert átak í losun þess og fyrirhugað er að fljúga burt með 100 tonn af ruslinu. Súrefniskútar, dósir og klifurbúnaður er áberandi. [3]

Fyrstu menn á fjallið

Hillary og Norgay.

Fyrstu menn á tindinn voru Ný-Sjálendingurinn Edmund Hillary og nepalskur leiðsögumaður hans, Tenzing Norgay, og náðu þeir tindinum 29. maí 1953 um 11:30 að morgni. Þetta var níundi breski leiðangurinn.

Spurningar eru þó uppi um hvort Bretarnir George Mallory og Andrew Irvine hafi komist á tindinn 24 árum áður, en þeir týndust báðir á fjallinu. Lík George fannst árið 1999 í 8530 metra hæð. Tvær vísbendingar gefa sérstaklega til kynna að þeir félagar hafi komist á tindinn:

Íslendingar á Everest

Fyrstu Íslendingarnir til að klífa Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon sem komust á tind fjallsins að morgni 21. maí 1997.

Tengill

Tilvísanir

  1. Death in the clouds: The problem with Everests 200+ bodies BBC, skoðað 24. maí, 2017.
  2. Þrír Everest-farar látnir og einn týndur Rúv, skoðað 22. maí, 2016.
  3. Everest clean-up campaign aims to airlift 100 tonnes of waste BBC, skoðað 18. mars, 2018.