Fyrsti vetrardagur er fyrsti laugardagur að lokinni 26. viku sumars (eða 27. viku sumars sé um sumarauka að ræða). Hann er fyrsti dagur fyrsta vetrarmánaðarins gormánaðar, í gamla norræna tímatalinu.

Fyrsta vetrardag ber upp á 21.-27. október, nema í rímspillisárum, þá 28. október. Í gamla stíl var vetrarkoman 10.-17. október ef miðað er við föstudag.

Fyrsti vetrardagur á næstu árum

Tengt efni

Heimildir