GCD var hljómsveit sem Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson stofnuðu árið 1991. Nafnið kemur frá gítargripum sem voru oft notuð í lögum þeirra. Aðrir sem komu nálægt GCD sveitinni voru meðal annars Beggi Morthens, bróðir Bubba, Bergur Grímsson og Gulli Briem. Eftir að Rúnar féll frá 5. desember 2008 á árlegum tónleikum útgáfufyrirtækis síns, Geimsteins, kom GCD saman tvisvar en með syni Rúnars, Júlíusi.

Plötur

Breiðskífur.

Safnplötur.