Framleiðandi Nintendo
Tegund Leikjatölva
Kynslóð Þriðja
Gefin út 1985
Örgjörvi Ricoh 8-bita örgjörvi (MOS Technology 6502 core)
Skjákort (({GPU))}
Miðlar
Netkort Engin
Sölutölur 61 milljón
Arftaki Super Nintendo Entertainment System

Nintendo Entertainment System (oft kölluð NES eða einfaldlega Nintendo) er 8-bita leikjatölva frá Nintendo sem var gefinn út í Norður-Ameríku, Brasilíu, Evrópu og Ástralíu árið 1985. Í Japan hét hún Nintendo Family Computer eða Famicom og var send til nágrannalanda Japans eins og Filippseyja, Taívan, Víetnam og Singapúr. Í Kóreu var hún kölluð Hyundai Comboy til að fara fram hjá lögunum um bannaðar rafmagnsvörur frá Japan.

Hún var vinsælasta leikjatölva síns tíma í Asíu og Norður-Ameríku (Samkvæmt Ninendo hefur vélin selst í yfir 60 milljónum eintaka um allan heim).[1]

Eftirlíkingar af vélinni urðu einnig algengar og t.a.m. varð leikjatölva sem nefndist Денди (Dendy) mest selda leikjatölva Sovétríkjana og sumra nágrannalanda þeirra en NES var aldrei dreift þar. Radíóbúðin seldi eftirlíkingar af NES sem kölluðust NASA á Íslandi.

Saga

Masayuki Uemura hannaði tölvuna sem var gefin út í Japan þann 15. júlí 1983. Hún kostaði 14.800 jen með þrem leikjum frá Nintendo, Donkey Kong, Donkey Kong Jr. og Popeye. Nintendo Family Computer (Famicom) var smá saman að ná vinsældum: á fyrsta árinu settu margir út á að tölvan og væri ekki áræðanleg, hafði forritunagalla og hún fraus títt. Nintendo endurbættu Famicom og með nýju móðurborði jukust vinsældir hennar og hún varð mest selda leikjatölvuan í Japan í lok árs 1984. Eftir vinsældirnar í Japan, byrjaði Nintendo að einbeita sér að Norður-Ameríska markaðinum.

Nintendo gekk illa að finna dreifingaraðila til að sjá um dreifingu leikjatölvurnar í N-Ameríku en vestanhafs höfðu menn takmarkaða trú á tölvuleikjamarkaðnum eftir að hann hann hrundi árið 1983 og voru ekki tilbúnir að taka miklar áhættur. Á endandum stofnuðu Nintendo eigið fyrirtæki í Ameríku sem sá um dreifinguna. Plön voru uppi um að gefa Famicom í Norður-Ameríku með lyklaborði, kassettutæki, þráðlausum stýripinna undir nafninu „Nintendo Advanced Video System“ en það gerðist aldrei.

Tölvan hélt vinsældum sínum og var átti stæstan markaðshluta af tölvuleikja markaðnum í mörg ár. Vinsældirnar mátti rekja til þess að sífellt komu út nýir og flottir leikir fyrir tölvuna. Má t.d. nefna Super Mario Bros seríuna (SMB3 kom út 1988 í Japan, 1990 í NA og 1991 í Evrópu) og Mega Man seríuna (Mega Man 5 kom út 1992 í Japan og NA og 1993 í Evrópu) sem nutu gríðarlegra vinsælda.

Vinsældir NES fóru að dvína eftir að SEGA gaf úr Sega Mega Drive (sem hét Sega Genesis í NA) og Nintendo gáfu út nýja leikjatölvu, Super Nintendo Entertainment System, en þó héldu leikir áfram að koma út fyrir NES í nokkurn tíma eftir það.

Tæknileg atriði

Mynd úr Popeye leiknum.
Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox Odyssey • PONG • Coleco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600 • Interton VC 4000 • Odyssey² • Intellivision
Atari 5200 • ColecoVision • Vectrex • SG-1000
Þriðja kynslóð
NES • Master System • Atari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16 • Mega Drive • Neo Geo • SNES
Fimmta kynslóð
3DO • Jaguar • SaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox One • PlayStation 4 • Wii U • Nintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og S • PlayStation 5

Mismunur milli landa

Þó að japanska Famicom og alþjóðlega NES er nánast með sama innihald þó er nokkur munur á milli þeirra:

Stýripinninn

Stýripinninn fyrir NES

Stýripinninn sem var notaður bæði fyrir NES og Famicom var með fjórum einföldum tökkum: tveir hringlóttir takkar sem voru „A“ og „B“, Start takki og „Select“ takki.

Upprunalega módel Famicom var með tvo stýripinna, báðir með þráð fyrir aftan leikjatölvuna. Seinni stýripinnian vantaði „Start“ og „Select“ takkana en voru með lítinn míkrafón. Fáir leikir notuðu þann möguleika. Fyrstu eintökin af Famicom voru með ferhyrndan „A“ og „B“ takka.[2] Því var breytt því að takkarnir festust niðri þegar ýtt var á þá og galla að leikirnir frusu.

Heimildir

Neðanmálsgreinar

Valdar leikjatölvur
Fyrsta kynslóð
Magnavox Odyssey • PONG • Coleco Telstar
Önnur kynslóð
Atari 2600 • Interton VC 4000 • Odyssey² • Intellivision
Atari 5200 • ColecoVision • Vectrex • SG-1000
Þriðja kynslóð
NES • Master System • Atari 7800
Fjórða kynslóð
TurboGrafx-16 • Mega Drive • Neo Geo • SNES
Fimmta kynslóð
3DO • Jaguar • SaturnPlayStationNintendo 64
Sjötta kynslóð
DreamcastPlayStation 2GameCubeXbox
Sjöunda kynslóð
Xbox 360PlayStation 3Wii
Áttunda kynslóð
Xbox One • PlayStation 4 • Wii U • Nintendo Switch
Níunda kynslóð
Xbox Series X og S • PlayStation 5
Wikipedia
Wikipedia
Tölvuleikjagátt