Orkustofnun (OS)
Rekstrarform Ríkisstofnun
Stofnað 1. júlí 1967
Staðsetning Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Lykilpersónur Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri
Starfsemi Ráðgjöf í orku- og auðlindamálum
Starfsfólk 35
Vefsíða www.os.is


Orkustofnun er ríkisstofnun sem starfar undir yfirstjórn iðnaðarráðuneytisins.

Hlutverk hennar er samkvæmt lögum um Orkustofnun:

Að auki skal Orkustofnun annast eftirlit með fyrirtækjum sem starfa samkvæmt raforkulögum (nr. 65/2003). Eftirlit stofnunarinnar varðar setningu tekjumarka og eftirlit með gjaldskrám fyrir sérleyfisstarfsemi raforkufyrirtækja, bókhaldslegan aðskilnað fyrirtækja sem stunda mismunandi starfsemi samkvæmt lögunum og eftirlit með gæði raforku.

Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðuþjóðanna (JHS) starfar innan vébanda Orkustofnunar. Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) voru fyrrum hluti Orkustofnunar en eru nú sjálfstætt ríkisfyrirtæki.

Forveri Orkustofnunar var Raforkumálaskrifstofan, sem var sett á fót 1946. Henni var breytt í Orkustofnun 1. júlí 1967 um svipað leyti og Landsvirkjun og Rafmagnsveitur ríkisins voru skildar frá henni. [1]

Tilvísun

  1. Orkustofnun.is, „Saga Orkustofnunar“ Geymt 29 febrúar 2020 í Wayback Machine (skoðað 29. febrúar 2020)