Rafbassi af gerðinni Rickenbacker 4001JG

Rafbassi eða bassagítar er rafmagnsstrengjahljóðfæri. Rafbassi hefur oftast fjóra strengi en rafbassar með fleiri strengjum eru þó til. Oftast eru strengir á rafmagnsbassa stilltir í E, A, D og G (áttund neðar en fjórir dýpstu strengir gítars) en margir bassaleikarar nota aðrar stillingar. Rafbassar eru yfirleitt með þverböndum þótt bandalausir rafbassar séu einnig til.

Á búki rafbassa eru hljóðnemar sem gerðir eru úr seglum og nema þeir titring strengjanna þegar slegið er á þá. Utan um seglana er vafin spóla sem umbreytir hreyfiorku seglanna í rafstraum. Snúra er tengd frá rafbassa yfir í magnara sem magnar upp rafmerkið.

Fyrsti fjöldaframleiddi rafbassinn var Fender Precision, sem var hannaður af Leo Fender, en hann var kynntur til sögunnar árið 1951.[1]

Strengir og stillingar

Sjö strengja rafbassi

Tilvísanir

  1. „Leo Fender“. Encyclopedia Britannica. Sótt 9. apríl 2014.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.