Strumparnir (áður einnig kallaðir skrýplarnir) eru bláar skáldsagnaverur sem búa inni í sveppum í skógi einhvers staðar í Evrópu. Þeir eru rúmlega 40 cm að hæð. Þeir voru upphaflega teiknaðir af belgíska teiknaranum Peyo en Hanna-Barbera Productions gerði seinna vinsæla sjónvarpsþætti um þá sem Laddi talsetti á íslensku. Ævintýri Strumpana birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi.

Strumparnir slógu í gegn í Evrópu seint á 8. áratug 20. aldar og árið 1979 tryggði Bókaútgáfan Iðunn sér útgáfuréttinn að teiknimyndasögunum en hljómplötuútgáfann Steinar rétt að vinsælli tónlist sem gefin var út á plötu. Hvorugur aðilinn vissi af hinum og voru nafngiftir því ekki samræmdar, teiknimyndapersónurnar hétu strumpar en á plötunni kölluðust þær skrýplar og söng Halli (Haraldur Sigurðsson) með þeim. Strumpanafnið varð þó ofan á þegar frá leið. Árið 2016 hóf Froskur útgáfa að gefa út Strumpabækur á nýjan leik.

Persónur

Titlar

Heimildir

Tenglar

 
Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Strumparnir