Virknihyggja, verkhyggja, hlutverkastefna, fúnksjónalismi eða nýtistefna er víðtæk kenning á mörgum sviðum. Virkni hluta eða kerfa er þannig lykill í virknihyggju. Oft er talað um strúktúralisma sem mótvægi virknihyggju. En struktúralisti myndi heldur vilja skoða uppbyggingu frekar en virkni.

Greining virknihyggjumanna í félagsvísindum lýsa virkni samfélagsins og segja að kerfi stofnana sé notað til þess að varðveita og viðhalda samfélaginu sem það er hluti af. Virknihyggja er einnig til í arkitektúr og kallast funkismi komið af fúnksjónalismi. Þar er stefnan að notagildi húsa sé sem mest og taki mið af því sem þar á að gera. Virknihyggja í hugarheimspeki segir að ástand huga sé eingöngu það hlutverk sem það sinnir. Á sama hátt má skilgreina öll hugtök út frá virkni og segja t.d. að tæki sem veiðir mýs sé músagildra. Virkni skilgreinir hugtakið.

Heimild

  Þessi heimspekigrein sem tengist félagsfræði og sálfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.