Fleirtala (skammstafað sem ft.) er hugtak í málfræði og tala, sem gefur oftast til kynna fleiri en eitt fyrirbæri.

Dæmi:

et. fleirtala
maður menn
belja beljur
tuska tuskur

Mörg orð hafa tvær eða jafnvel fleiri mismunandi fleirtölur eins og orðið kleinuhringur sem getur bæði verið „kleinuhringir“ eða „kleinuhringar“ í fleirtölu. Til að sjá fleiri dæmi má skoða listann yfir mismunandi rithætti íslenskra orða.

Listi yfir fleirtöluorð í íslensku

Sum orð í íslensku eru fleirtöluorð, en það eru orð sem ekki eru til í eintölu. Tvennt ber að varast við fleirtöluorð. Í fyrsta lagi þegar talað er um þau með tölulýsingarorðum upp að fimm (sbr.: einir, tvennir, þrennir, fernir og svo fimm), þá er ekki sagt tvær buxur, heldur tvennar buxur, þrennar buxur, fernar buxur en svo er auðvitað talað um fimm buxur, því tölulýsingarorð er ekki til um fimm og yfir. Í öðru lagi er orðið báðir ekki notað með fleirtöluorðum, heldur hvor(ir) tveggja.

Hér fyrir neðan er listi yfir helstu fleirtöluorðin í íslensku og með dæmum:

Orð eins og sokkar og skór, ef átt er við par, eru einnig fleirtöluorð. Talað er um tvenna skó, ef átt er við tvö pör, og tvenna skokka ef átt er við fjóra sokka þar sem tveir og tveir eru samstæðir, þ.e. eiga saman.

Tengt efni

 
Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Fleirtala

Tenglar