Die Another Day
LeikstjóriLee Tamahori
Höfundur
  • Neal Purvis
    Robert Wade
Byggt áJames Bond eftir Ian Fleming
Framleiðandi
  • Michael G. Wilson
  • Barbara Broccoli
Leikarar
KvikmyndagerðDavid Tattersall
KlippingChristian Wagner
TónlistDavid Arnold
FyrirtækiEon Productions
Metro-Goldwyn-Mayer
DreifiaðiliMGM Distribution Co. (Bandaríkin)
20th Century Fox (á alþjóðavísu)
Frumsýning29. nóvember 2002 (á Íslandi)
Lengd133 mínótur
LandBretland[1]
Bandaríkin[1]
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé$142 milljónir[2]
Heildartekjur$431.9 milljónir[2]

Die Another Day er njósnarmynd frá 2002 og tuttugasta myndin í James Bond-seríunni sem framleidd var af Eon Productions. Hún var framleidd af Michael G. Wilson og Barbara Broccoli og leikstýrð af Lee Tamahori. Hún er fjórða og síðasta myndin með Pierce Brosnan í aðalhlutverki sem skáldsagnapersónan og MI6 fulltrúinn James Bond, eina myndin með John Cleese sem Q, og sú síðasta með Samantha Bond sem ungfrú Moneypenny. Þetta er einnig fyrsta myndin síðan Live and Let Die (1973) þar sem Desmond Llewelyn kemur fram sem Q þar sem hann andaðist þremur árum fyrr. Halle Berry er mótleikari sem NSA fulltrúinn Giacinta "Jinx" Johnson, Bond stúlkan. Hún hjálpar Bond að finna uppljóstrara í bresku leyniþjónustunni sem sveik hann og breskan milljarðarmæring sem reynist tengjast Norður Kóreiskum njósnara sem Bond átti að hafa drepið. Sagan er upprunaleg, en byggir á skáldsögum skaparans Ian Fleming, Moonraker (1955) og The Man with the Golden Gun (1965), sem og skáldsögu Kingsley Amis, Colonel Sun.[3]

Die Another Day var gefin út á 40 ára afmæli James Bond. Myndin inniheldur vísanir í allar fyrri myndir seríunnar.[4] Hún fékk blandaða dóma; sumir gagnrýnendur voru ánægðir með leikstjórn Tamahori, en aðrir gagnrýndu notkun tæknibrellna, uppstillinga vara og ófrumlegs söguþráðar, auk skúrksins. Engu að síður var hún tekjuhæsta James Bond mynd á sínum tíma.

Leikarar

Framleiðsla

Eftir velgengni The World Is Not Enough báðu framleiðendur Barbara Broccoli og Michael G. Wilson leikstjórann Michael Apted að leikstýra aftur. Þó Apted hafi fallist á það þá var það afturkallað til að óska eftir Tony Scott og John Woo, sem báðir neituðu. Scott segist hafa stungið upp á Quentin Tarantino sem leikstjóra, en Wilson neitar að hafa átt formlegar samningaviðræður við hann. Pierce Brosnan stakk uppá John McTiernan, Ang Lee og Martin Scorsese og talaði óformlega um hugmyndina um leikstjórn Scorsese á meðan hann var í flugi. Brett Ratner, Stephen Hopkins og Stuart Baird voru síðar að semja um leikstjórn, áður en Lee Tamahori var ráðinn.[3]

Upptaka

Aðaltökur Die Another Day hófust 11. janúar 2002 í Pinewood Studios.[9] Myndin var aðallega tekin í Bretlandi, Íslandi og Cádiz á Spáni. Aðrir staðir voru 007 Stage hjá Pinewood Studios og Maui, Hawaii, í desember 2001. Laird Hamilton, Dave Kalama og Darrick Doerner léku titilatriðið á brimbrettum á brimbrettarstaðnum "Jaws" í Peʻahi, Maui, en tökur af ströndinni voru teknar nálægt Cádiz og Newquay, Cornwall.[10] Senur innan demantanámu Graves voru einnig teknar upp í Cornwall, í Eden verkefninu. Senurnar sem eiga að gerast í Kúbversku Havana og skálduðu Isla de Los Organos voru teknir upp í La Caleta á Spáni.[11]

Heimildir

  1. 1,0 1,1 „Die Another Day“. Lumiere. European Audiovisual Observatory. Afrit af uppruna á 25. september 2020. Sótt 9. október 2020.
  2. 2,0 2,1 „Die Another Day (2002) - Financial Information“. The Numbers. Afrit af uppruna á 25. ágúst 2020. Sótt 10. ágúst 2019.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 Field, Matthew (2015). Some kind of hero : 007 : the remarkable story of the James Bond films. Ajay Chowdhury. Stroud, Gloucestershire. ISBN 978-0-7509-6421-0. OCLC 930556527. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. nóvember 2021. Sótt 9. september 2021.
  4. „20 things you never knew about... James Bond“. Virgin Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2013. Sótt 8. desember 2013.
  5. „Halle's big year“. Ebony. Nov 2002. „Of her character, Berry said: She's the next step in the evolution of women in the Bond movies. She's more modern and not the classic villain. She also said that Jinx is fashionable. She's fashion-forward, very sexy and takes fashion risks, and I love her for that.“
  6. www.mi6.co.uk Geymt 15 desember 2004 í Wayback Machine.
  7. „James Bond 007 :: MI6 - The Home Of James Bond“. MI6-HQ.COM. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. nóvember 2013. Sótt 11. janúar 2014.
  8. James Bond Die Another Day Wai Lin Unshot Elevator Sequence Story Board. 12. febrúar 2002.
  9. Davies, Hugh (12. janúar 2002). „Brosnan meets the two-faced Bond villain“. The Daily Telegraph. London. Sótt 17. júlí 2009.
  10. Timothy Hurley (18. nóvember 2002). „Maui's monster surf break getting bigger by the day“. Honolulu Advertiser. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2019. Sótt 29. nóvember 2010.
  11. „Die Another Day filming locations“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júlí 2013. Sótt 20. september 2007.
  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.