Lugano
Skjaldarmerki Lugano
Staðsetning Lugano
KantónaTicino
Flatarmál
 • Samtals32 km2
Hæð yfir sjávarmáli
275 m
Mannfjöldi
 • Samtals62.792 þúsund (2.013)
Vefsíðawww.lugano.ch

Lugano er stærsta borgin í kantónunni Ticino í Sviss með 63 þús íbúa (2013) og er ört vaxandi. Hún er syðsta stóra borgin í Sviss og hefur á síðustu árum þróast í að vera þriðja stærsta bankakerfi landsins.

Lega og lýsing

[breyta | breyta frumkóða]

Lugano liggur við norðanvert Luganovatn, syðst í kantónunni, mitt á milli stóru vatnanna Lago Maggiore og Comovatn. Hún hefur verið flokkuð sem jaðarsvæði ítölsku borgarinnar Mílanó. Næstu borgir eru Locarno til norðvesturs (20 km), Como á Ítalíu til suðausturs (20 km) og Mílanó á Ítalíu til suðurs (80 km).

Skjaldarmerki

[breyta | breyta frumkóða]

Skjaldarmerki Lugano er hvítur kross á rauðum grunni, líkt og danski þjóðfáninn. Bókstafirnir L V G A eru í fjórum hornum merkisins. Þeir eru stytting á borgarheitinu, en bókstafurinn V var áður fyrr notaður fyrir U. Merkið er allar götur frá 12. öld.

Orðsifjar

[breyta | breyta frumkóða]

Lugano er dregið af latneska orðinu lucus, sem merkir helgur skógur eða bara skógur.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]
Banca del Gottardo er einn af fjölmörgum bönkum í borginni

Elstu heimildir um byggð í Lugano eru um langbarðakonunginn Liutprand, sem eignaði sér ýmis verðmæti þar í bæ árið 724 og færði kirkjunni í Como að gjöf. Á næstu öldum var borgin bitbein milli borganna Como og Mílanó. 1335 náði Visconti-ættin eignarhaldi á borginni og hélst það til 1499,en þá réðust Frakkar inn í hertogadæmið Mílanó. Eftir fransk/ítalska stríðið í upphafi 16. aldar hertóku Svisslendingar héraðið og var það, ásamt borginni, að leppríki. Frakkar voru aftur á ferðinni 1798 og var Lugano þá innlimuð helvetíska lýðveldinu. Stofnuð var kantónan Lugano og varð borgin Lugano þá að höfuðborg hennar. Við endurskipulagningu lýðveldisins 1803 voru kantónurnar Lugano og Bellinzona sameinaðar í nýja kantónu, sem hlaut nafnið Ticino. Þá var ákveðið að borgirnar Lugano, Bellinzona og Locarno skyldu vera höfuðborg Ticino til skiptis í sex ár í senn. Lugano var því höfuðborg 182733, 184551 og síðast 186369. Þetta fyrirkomulag hélst til 1878, er þingið settist endanlega að í Bellinzona. Á síðustu árum hefur Lugano vaxið mjög, bæði við samruna nágrannabæja, sem og við tilflutning nýrra íbúa. Margir bankar eru starfræktir þar (rúmlega 100) og er borgin í dag orðin þriðja stærsta bankaborgin í Sviss. 90% vinnufærra manna starfa í þjónustugeiranum.

Íþróttir

[breyta | breyta frumkóða]

Viðburðir

[breyta | breyta frumkóða]

Gallerí

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir

[breyta | breyta frumkóða]