Manntal er skrá yfir alla íbúa einhvers svæðis, svo sem sveitarfélags, hrepps, sýslu eða lands. Þau eru gjarnan notuð til mannfræði- og ættfræðirannsókna og eru mikilvægar heimildir.

Manntöl eru yfirleitt gerð að frumkvæði stjórnvalda og síðan safnað saman á einn stað til úrvinnslu. Sóknarmannatöl presta eru ekki kölluð manntöl, þó þau innihaldi sambærilegar upplýsingar.

Manntöl á Íslandi

Á Íslandi hafa verið tekin manntöl frá árinu 1703. Önnur mikilvæg manntöl voru gerð 1801, 1845 og 1910.

Á fyrri hluta 20. aldar voru manntöl tekin á 10 ára fresti, en nú hefur því verið hætt og íbúaskrár Hagstofu Íslands (Þjóðskrár) látnar nægja.

Tenglar