Sæll, afsakaðu en ég get ekki séð að tónlistarmaðurinn sé markverður þó hann sé á Spotify. Það finnst t.d. engin umfjöllun um hann á netinu, allar heimildir eru frá honum sjálfum og tónlistin er sjálfútgefin. Það væri betra því að stofna heimsíður/bloggsíðu. --Berserkur (spjall) 24. apríl 2019 kl. 16:36 (UTC)[svara]

ATH: Wikipedia:Markverðugleiki (tónlist)

Re: Berserkur

[breyta frumkóða]

Já ég skil að ég er ekki markverður ennþá, en að hafa wikipedia síðu getur hjálpað með að koma manni á það level. Það er ekkert um mig á netinu, já en wikipedia síða getur reddað því, og ef ég er ekki markverður hvað er þá pointið með að taka niður síðuna? Það er ekki eins og þetta geti eyðilagt eitthvað fyrir ykkur. Það stendur á wikipedia að þú megir gera síðu um sjálfan þig þannig að ég skil ekkert í þessu.

En ef þú vilt ekki hafa mig á wikipedia geturu þá eytt síðunni alveg svo að wikipedia síða sem var eytt sé ekki það fyrsta sem kemur upp þegar einhver googlar mig.


Já, Wikipedia virkar ekki þannig að hú eigi að koma fólki á framfæri. Það verður að gerast áður...

Það stendur á wikipedia að þú megir gera síðu um sjálfan þig ... Hm... nei, ertu ekki að túlka eitthvað of vítt?

Wikipedia: Kynning: ,,Þú getur skrifað um næstum því hvað sem er ef það er markvert og ef viðfangsefnið hefur fengið mikla umfjöllun í bókum eða fréttum. Ef þú ætlar að skrifa um manneskju getur verið gott að kíkja á viðmiðin um hvenær fólk sé nógu markvert fyrir grein, og þú skalt vera sérlega passasamur ef viðkomandi er enn á lífi og bera virðingu fyrir einkahögum fólks. Það er best að sleppa því að skrifa: Greinar um sjálfan þig, fjölskyldu þína, vini þína, fyrirtækið þitt, hljómsveitina þína, eða bókina þína. Greinar sem gætu litið út eins og auglýsing. Greinar um eitthvað sem hefur ekki fengið nokkra umfjöllun um sig í bókum eða fréttum.'' --Berserkur (spjall) 24. apríl 2019 kl. 17:11 (UTC)[svara]

Re2: Berserkur

[breyta frumkóða]

Þá sérðu bara síðu um mig eftir nokkur ár.

Nenniru allavega að eyða helvítis síðunni af wikipedia svo að það fyrsta sem maður sér þegar maður googlar mig sé ekki wiki síða um að ég sé ekki nógu markverður til að vera inni á wikipedia.

Sæll. Það er ekki hægt að eyða síðunni umfram það sem hefur verið gert. Ég hef hins vegar sent beiðni til Google um að fjarlægja hana úr leitarniðurstöðum vegna breytingarinnar. TKSnaevarr (spjall) 24. apríl 2019 kl. 17:57 (UTC)[svara]