Hamm
Skjaldarmerki Hamm
Staðsetning Hamm
SambandslandNorðurrín-Vestfalía
Flatarmál
 • Samtals226,43 km2
Hæð yfir sjávarmáli
63 m
Mannfjöldi
 • Samtals180.000 (2.019)
 • Þéttleiki777/km2
Vefsíðawww.hamm.de

Hamm er borg í þýska sambandslandinu Norðurrín-Vestfalíu og er með 180 þúsund íbúa (2019).

Lega

Miðborg Hamm

Hamm liggur fyrir norðaustan Ruhr-héraðið, norðarlega í sambandslandinu. Næstu borgir eru Dortmund til suðvesturs (25 km), Münster til norðurs (40 km) og Bielefeld til norðausturs (60 km).

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Hamm er nær alveg gult en fyrir miðju þrjár litlar rendur með hvítum og rauður skákreitum. Merki þetta var þegar til á 13. öld, en var tekið upp í núverandi formi 1934.

Orðsifjar

Hamm hefur ætíð heitið svona. Orðið merkir beygju í árfarvegi, en borgin stendur við samflæði Lippe og Ahse. Á latnesku heitir borgin Hammona.[1]

Söguágrip

Stofnskjal borgarinnar

Frægustu börn borgarinnar

Byggingar og kennileiti

Pálskirkjan
Glerfíllinn

Tilvísanir

  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 125.

Heimildir