Stuttgart
Skjaldarmerki Stuttgart
Staðsetning Stuttgart
LandÞýskaland
SambandsríkiBaden-Württemberg
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriFrank Nopper [1] (CDU)
Flatarmál
 • Samtals207,36 km2
Mannfjöldi
 (2021)
 • Samtals626.275
 • Þéttleiki3.000/km2
TímabeltiUTC +1 / UTC +2 (sumar)
Vefsíðastuttgart.de

Stuttgart er höfuðborg þýska sambandslandsins Baden-Württemberg. Borgin stendur á hæðóttu landi við ána Neckar. Íbúar eru rúmlega 630 þúsund í borginni sjálfri (2021), en um þrjár milljónir á stórborgarsvæðinu.

Lega

Stuttgart liggur við norðausturjaðar Svartaskógar í suðvesturhluta Þýskalands. Frönsku landamærin eru 60 km til vesturs, en þau svissnesku 100 km til suðurs. Næstu stærri borgir eru Esslingen til suðausturs (10 km), Ludwigsburg til norðurs (15 km), Tübingen til suðurs (40 km) og Pforzheim til norðvesturs (50 km).

Orðsifjar

Borgin hét upphaflega Stutgarten, sem merkir hrossagarður. Stute er meri, garten er garður, býli eða bær.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Stuttgart er svartur prjónandi hestur á gulum grunni. Hesturinn kom fyrst fram í skildi frá 1312 og vísar til þess að borgin var eitt sinn stóðgarður konungs. Núverandi merki er frá 1938.

Söguágrip

Stuttgart í kringum 1650. Mynd eftir Matthäus Merian.

Íþróttir

Mercedes-Benz-Arena hét áður Neckarstadion

Aðalknattspyrnufélög borgarinnar eru VfB Stuttgart og Stuttgarter Kickers. VfB Stuttgart hefur 5 sinnum hefur orðið þýskur meistari (síðast 1997), komst í úrslit Evrópukeppni meistaraliða 1989 (tapaði þá fyrir Napoli) og í úrslit Evrópukeppni bikarhafa 1998 (tapaði þá fyrir Chelsea FC). Tveir íslenskir knattspyrnumenn hafa leikið með félaginu, Ásgeir Sigurvinsson (1982-1990) og Eyjólfur Sverrisson (1990-1994). Stuttgarter Kickers hefur aldrei orðið meistari, en lenti í öðru sæti 1908 og komst í úrslit í bikarkeppninni 1987. Það leikur í neðri deildum. Nokkrir leikir í HM 1974 og HM 2006 fóru fram í Mercedes-Benz-Arena (áður Neckar-Stadion) í Bad Cannstadt.

Stuttgart var vettvangur EM í frjálsum 1986 og HM í frjálsum 1993.

Kvennaliðið CJD Feuerbach í blaki er þrefaldur þýskur meistari. Félagið er um þessar mundir ekki með aðallið sökum fjárhagsörðugleika.

Viðburðir

Gamall Bugatti á Retro Classics

Vinabæir

Stuttgart viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

Byggingar og kennileiti

Heimildir

Tilvísanir

  1. (þýska) Stuttgarts Oberbürgermeister: Frank Nopper ist jetzt mit allen Rechten im Amt, Stuttgarter Zeitung, 4. janúar 2022