Villach
Staðsetning
Villach er staðsett í Austurríki
Villach
Grundvallarupplýsingar
Sambandsland: Kärnten
Stærð: 134,09 km²
Íbúafjöldi: 59.285 (1. jan 2011)
Þéttleiki: 439/km²
Hæð yfir sjávarmáli: 501 m
Vefsíða: http://www.villach.at

Villach er borg í Austurríki og jafnframt næststærsta borgin í sambandslandinu Kärnten.

Lega og lýsing

Villach liggur við ána Drau við vesturbakka Ossiacher See nær syðst í Austurríki. Landamærin að Slóveníu eru 8 km suður af borginni. Hið þekkta stöðuvatn Wörthersee er aðeins 10 km til austurs. Næstu stærri borgir eru Klagenfurt til austurs (40 km), Ljubljana í Slóveníu til suðausturs (100 km) og Udine á Ítalíu til suðvesturs (120 km).

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Villach sýnir svartan arnarfót sem hvílir á svörtum steini. Bakgrunnurinn er gulur. Ekki er vitað um tilurð merkisins, en það þykir líklegt að hér sé um aðalsmerki að ræða. Arnarfóturinn er sláandi líkur merki Finkenstein-ættarinnar sem bjó við Faaker See þar skammt frá. Elstu heimildir um merkið er á skjali frá 12. apríl 1240. Síðustu breytingar á því voru gerðar 1965.

Orðsifjar

Villach er nefnd eftir italska mannanafninu Villaco. Á ítölsku heitir borgin Villaco. Á slóvensku heitir borgin hins vegar Beljak.

Söguágrip

Villach myndaðist sem þorp á 9. öld. Árið 1007 varð Villach eign biskupsdæmisins í Bamberg í Bæjaralandi. Sú tilhögun hélst allt til 1759. 1060 hlaut Villach markaðsréttindi og í framhaldi af því óx hún upp í því að verða að borg. Ekki er vitað hvenær hún fékk borgarréttindi, en það hefur gerst í síðasta lagi 1240. 25. janúar 1348 varð jarðskjálfti á svæðinu og stórskemmdist borgin. Við tilkomu siðaskiptanna varð Villach að miðstöð siðaskiptamanna í Kärnten. Hins vegar var lúterska kirkjan útrýmd á svæðinu í gagnsiðaskiptum kaþólsku kirkjunnar árið 1600. 1759 keypti María Teresía keisaraynja allar eignir biskupsdæmisins Bamberg í Austurríki. Villach varð því að austurrískri borg. Hún kemur lítið við sögu eftir það. Meðan heimstyrjöldin fyrri geysaði var austurrískur her með aðstöðu í borginni. Í loftárásum heimstyrjaldarinnar síðari varð Villach fyrir gífurlegum skemmdum. Árásirnar voru 37 og voru alls 42.500 sprengjum varpað á borgina. 85% allra bygginga í borginni eyðilögðust. Aðeins Wiener Neustadt skemmdist meira í stríðinu. 1973 voru nokkrir nágrannabæir sameinaðir Villach, sem við það náði núverandi stærð.

Viðburðir

Harley Davidson dagar í European Bike Week

Vinabæir

Villach viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti

Pílagrímskirkjan Heiligenkreuzkirche

Sökum þess að Villach var nær gjöreyðilögð í loftárásum seinna stríðs, eru fáar gamlar byggingar í borginni.

Heimildir