Luzern
Skjaldarmerki Luzern
Staðsetning Luzern
KantónaLuzern
Flatarmál
 • Samtals29,06 km2
Hæð yfir sjávarmáli
436 m
Mannfjöldi
 • Samtals80.501 (31 des 2.013)
Vefsíðawww.stadtluzern.ch

Luzern er stærsta borgin í kantónunni Luzern í Sviss 80 þús íbúar (2013) og er jafnframt höfuðborg kantónunnar. Hún er að sama skapi áttunda stærsta borgin í Sviss.

Lega og lýsing

Luzern stendur við vesturenda stöðuvatnsins Vierwaldstättersee, nokkuð miðsvæðis í Sviss og nemur við norðurrætur Alpafjalla. Fjallið Pílatus gnæfir yfir borgina. Áin Reuss rennur úr vatninu og í gegnum miðborgina. Til borgarinnar heyrir lítið landsvæði við suðurströnd Vierwaldstättersee, sem er að öðru leyti umlukið kantónunni Nidwalden. Næstu borgir eru Olten til norðvesturs (50 km), Zürich til norðausturs (60 km) og Bern til vesturs (95 km). Luzern er miðstöð menninga og ferðamennsku í miðhluta Sviss. Flestir eru þýskumælandi.

Söguágrip

Upphaf

Loftmynd af Luzern

Eftir að Rómverjar hurfu af svæðinu, settust alemannar þar að. Árið 710 var klaustrið St. Leodegar stofnað á núverandi borgarstæði Luzern, en svæðið kallaðist um þessar mundir Luciaria. Habsborgarar voru eigendur héraðsins á 12. öld. Borgin Luzern var formlega stofnuð af bræðrunum frá Eschenbach í lok þeirrar aldar. Stofnárið er ekki þekkt, en það mun hafa verið á bilinu 1180-1200. Luzern óx hratt í upphafi, en 1250 náði hún þeirri stærð sem hún var allt fram á 19. öld. Hún var hliðið að Gotthardleiðinni til Ítalíu. Þegar Habsborgarar ásældust meiri og meiri völd yfir staðnum, leituðu íbúar í æ ríkara mæli til svissneska sambandsins, sem stofnað var 1291. 1332 gerði borgin fyrsta samning við sambandið og fékk inngöngu í það á sama ári. Luzern var þar með fyrsta héraðið sem gekk í svissneska sambandið eftir stofnun þess og varð að fimmtu kantónunni. Næstu tvær aldir einkenndust af útþennslu á borgríkinu, enda var Luzern leiðandi aðili í svissneska sambandinu.

Trúarórói

Elsta myndin af Luzern er frá 1507. Kapellbrúin er greinileg á miðri mynd.

Árið 1520 fóru siðaskiptin fram í nokkrum borgum, en Luzern hafnaði nýju trúnni og hélst kaþólsk. Þetta olli klofningi í sambandinu. Luzern barðist í trúarorrustunni við Kappel 1531, þar sem kaþólikkar sigruðu heri siðaskiptaborganna. Trúartogstreitan stóð þó enn í hartnær tvær aldir. En siðaskiptin fóru aldrei fram í Luzern og er hún kaþólsk enn í dag. Það var ekki fyrr en 1712 að reformeruðu borgirnar sigruðu í seinna Villmerger-stríðinu.

Nýrri tímar

1798 hertóku Frakkar Luzern, sem og allt svissneska sambandið. Stofnað var helvetíska lýðveldið. Höfuðborg þess var borgin Aarau til að byrja með. En hún þótti of lítil og var því leitað að heppilegri borg. Þá varð Luzern fyrir valinu og var Luzern því höfuðborg Sviss þar til Bern var kosin sem höfuðborg 1848. Þegar þingið flutti frá Luzern var iðnbyltingin ekki hafin þar í borg. Árið 1860 störfuðu t.d. aðeins 1,7% íbúanna við iðnað, en það var margfalt minna en í öðrum svissneskum borgum. Borgin var enn landbúnaðarborg. Þetta breyttist síðla á 19. öld er iðnaður varð æ víðtækari. Frá miðri 19. öld til 1913 fjórfaldaðist íbúafjöldinn. Á 20. öld stækkaði borgin enn og fór íbúafjöldinn upp í 75 þús þegar mest var í upphafi 8. áratugarins. En síðan fækkaði í borginni aftur talsvert. Árið 2010 var samþykkt í atkvæðagreiðslu að sameina sveitarfélagið Littau við borgina Luzern. Nú búa þar 75 þús manns á ný, en takmark borgarinnar er að mynda borg með 150 þús manns. Þar með yrði Luzern að fjórðu stærstu borg í Sviss.

Viðburðir

Ein af skrúðgöngunum í Luzerner Fasnacht 2009

Luzerner Fasnacht er stærsta hátíð borgarinnar, sem og Mið-Sviss. Um er að ræða skrautgöngur um götur miðborgarinnar. Oftar en ekki er fólkið skreytt í ýmsum skrýtnum búningum, stundum með skrautvagna.

Fumetto er árleg teiknimyndahátíð (Comic-Festival) í borginni. Hún stendur yfir í níu daga í miðborginni. Sýndar eru nýjustu teiknimyndasögurnar, myndir, listaverk, grafík, sýningar, hreyfimyndir og margt annað. Á hátíðinni hittast margir helstu teiknimyndateiknarar í heimi, sem og margir ungir listamenn og byrjendur.

Rose d'Or (Gullna rósin) er heiti á sjónvarpshátíð sem stofnuð var í Montreux 1961. Hér er um sjónvarpsefni að ræða, en eftir sýningar á útvöldu efni eru verðlaunin Gullna rósin veit fyrir besta sjónvarpsefnið. Verðlaunahafar eru oft frá öðrum löndum og meðal verðlaunahafa má nefna Barbra Streisand and other Musical Instruments, The Muppet-Show, The Benny Hill Show, Spitting Image, Mr. Bean, Monty Python og marga fleiri. Hátíðin hefur verið haldin árlega í Montreux frá 1961 til 2004, er hún var flutt til Luzern.

Maraþonhlaupið í Luzern er þriðja fjölmennasta Maraþonhlaupið í Sviss. Það hefur verið haldið árlega síðan 2007 og eru þátttakendur hátt í 10 þús.

Vinabæir

Dresden viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Byggingar og kennileiti

Kapellbrúin er elsta yfirbyggða brú Evrópu
Ljónastyttan er eftir Bertel Thorvaldsen

Heimildir